Elsta kampavín heimsins sló verðmet 5. júní 2011 07:41 Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr. Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr.
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira