Stórstjörnurnar úr leik í Kanada - Nadal og Wozniacki töpuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 14:15 Nadal óskar Dodic til hamingju með sigurinn. Nordic Photos/AFP Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins. Erlendar Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins.
Erlendar Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira