Sjaldan jafn auðvelt hjá Djokovic - Nadal þurfti að hafa fyrir hlutunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2011 13:30 Djokovic slær bakhönd í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla. Erlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla.
Erlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira