Af náttúruvernd: Er varúð öfgafull? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar