Óttast að um 100 manns hafi látist 23. febrúar 2011 07:00 Hera Hjartardóttir Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira