Skilur loks gamlar sagnir 25. maí 2011 05:00 Soffía segir ótrúlegt að upplifa svona náttúruhamfarir tvisvar á rúmu ári. fréttablaðið/valli „Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi. Askan úr Eyjafjallajökli lagðist jafnþétt yfir bæinn hennar 15. apríl á síðasta ári eins og hún gerði nú um helgina. „Sú tilfinning sem helltist yfir mig þegar ég sá að þetta var að byrja aftur er ólýsanleg,“ segir Soffía. „Það er ótrúlegt að vera í svona aðstæðum. Maður er að lesa gamlar sagnir þar sem fólk segir að það sjái ekki handa sinna skil og nú skilur maður það. Ég sá ekki útrétta höndina um hábjartan dag.“ Soffía keyrði af stað í vinnuna á sunnudagsmorguninn og sá eftir því um leið og hún var lögð af stað. „Þegar ég komst loks inn í Kirkjubæjarklaustur endaði ég uppi á umferðareyju.“ Sigþrúður Ingimundardóttir, forstöðukona á Klausturhólum, segir að þrátt fyrir mikið öskufall beri íbúarnir sig vel. Hún keyrði í vinnuna á sunnudag einungis eftir minni. Svo mikið var myrkrið. „Það er mikill munur í dag. Við erum komin með birtu,“ segir hún. „En þrátt fyrir niðamyrkrið ber fólk sig vel. Skaftfellingar búa yfir jafnaðargeði og við tökum þessu með stóískri ró.“ - sv Grímsvötn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi. Askan úr Eyjafjallajökli lagðist jafnþétt yfir bæinn hennar 15. apríl á síðasta ári eins og hún gerði nú um helgina. „Sú tilfinning sem helltist yfir mig þegar ég sá að þetta var að byrja aftur er ólýsanleg,“ segir Soffía. „Það er ótrúlegt að vera í svona aðstæðum. Maður er að lesa gamlar sagnir þar sem fólk segir að það sjái ekki handa sinna skil og nú skilur maður það. Ég sá ekki útrétta höndina um hábjartan dag.“ Soffía keyrði af stað í vinnuna á sunnudagsmorguninn og sá eftir því um leið og hún var lögð af stað. „Þegar ég komst loks inn í Kirkjubæjarklaustur endaði ég uppi á umferðareyju.“ Sigþrúður Ingimundardóttir, forstöðukona á Klausturhólum, segir að þrátt fyrir mikið öskufall beri íbúarnir sig vel. Hún keyrði í vinnuna á sunnudag einungis eftir minni. Svo mikið var myrkrið. „Það er mikill munur í dag. Við erum komin með birtu,“ segir hún. „En þrátt fyrir niðamyrkrið ber fólk sig vel. Skaftfellingar búa yfir jafnaðargeði og við tökum þessu með stóískri ró.“ - sv
Grímsvötn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira