Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi 23. ágúst 2011 06:30 Guðrún Ögmundsdóttir Formaður fagráðs innanríkisráðuneytis segir nauðsynlegt að festa meðferð á kynferðisbrotum innan trúfélaga í lögum.fréttablaðið/e.ól. Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira