Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Brjánn Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 03:15 Ferðamenn geta horft á heimildarmynd um gosið í Eyjafjallajökli í gestastofunni, og sumir verða fyrir miklum áhrifum af henni segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Mynd/Ólafur Eggertsson Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira