Boða breytingar á evrusvæði 10. október 2011 03:00 Sarkozy og Merkel segja að nánar verði gert grein fyrir samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins í lok mánaðarins.nordicphotos/afp Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Merkel og Sarkozy eftir fund þeirra um skuldavanda evruríkjanna í Berlín í gær. Leiðtogarnir sögðust einnig hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfis evrusvæðisins, sem fæli í sér alþjóðlega lausn, en jafnframt að samkomulagið yrði ekki kynnt nánar fyrr en í lok október. Hingað til hafa Frakkar viljað nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka. Þjóðverjar hafa hins vegar einungis viljað nota sjóðinn í algjörri neyð, en talið er að hundrað til tvö hundruð milljarða evra þurfi til að endurfjármagna evrópska banka. Aukin samþætting evru-svæðisins er mikilvæg að sögn Sarkozy. Merkel segir eitt helsta markmiðið að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. Nauðsynlegt sé að lausn finnist á þeim vandamálum sem steðja að Evrópu fyrir fund helstu leiðtoga Evrópu í Brussel síðar í mánuðinum. Einnig er talið að leiðtogarnir hafi rætt skuldavanda Grikklands og málefni fransk-belgíska bankans Dexia á fundi sínum. Fyrr um daginn höfðu stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að skipta bankanum upp, en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna kom fram að samkomulagið yrði lagt fyrir stjórn Dexia til samþykktar, en stjórn bankans átti að funda seint í gær. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur