Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd - fréttaskýring 12. október 2011 04:00 alþingi Iðnaðarráðherra sagðist efast um að nokkur ríkisstjórn hefði gert jafn mikið í að gera áætlanir um orkunotkun til framtíðar. Einni virkjanaframkvæmd væri nýlokið og þrjár komnar á framkvæmdastig.fréttablaðið/gva jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira