Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi 9. nóvember 2011 08:00 Golfvöllur GKG í leirdal Örvasalir og Öldusalir eru berskjaldaðir fyrir feilhöggum kylfinga á velli GKG í Leirdal. Planta á trjám til að verja byggðina.Fréttablaðið/Anton Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?