Afsakiði meðan ég æli Sigurður G. Guðjónsson skrifar 2. janúar 2012 10:46 Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir örlítið brot af sakargiftum í margfrægu Baugsmáli á sínum tíma var mikið gert úr því í Morgunblaðinu – og víðar – að 3 mánaða skilorðsbundin refsing væri stórkostlegt áfall og að afbrotamaðurinn mætti ekki sitja í stjórn eða vera framkvæmdastjóri hlutafélags næstu þrjú árin. Hinn 10. júní sl. var annar maður, Ingvi Hrafn Jónsson, eigandi sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, sakfelldur fyrir alvarleg skattalaga- og hegningarlagabrot og dæmdur í 3 mánaða fangelsi skilorðsbundið og að auki til að greiða 8 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs og skyldi 4 mánaða fangelsi koma í stað sektarinnar yrði hún ekki greidd. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Þrátt fyrir þennan dóm yfir eiganda sjónvarpsstöðvarinnar er vandlætingarmeistarinn Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra til margra ára, fastur þáttastjórnandi á þessari gagnmerku sjónvarpsstöð. Nýjasti viðmælandi hans í stúdíói stöðvarinnar var annar ekki síðri siðapostuli, Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ýmislegt fleira. Ekki var annað að sjá en að báðir kynnu vel við sig í húsakynnum brotamannsins. Þess vegna kom mér í hug það brot úr alkunnum dægurlagstexta meistara Megasar sem er fyrirsögn greinarkorns þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir örlítið brot af sakargiftum í margfrægu Baugsmáli á sínum tíma var mikið gert úr því í Morgunblaðinu – og víðar – að 3 mánaða skilorðsbundin refsing væri stórkostlegt áfall og að afbrotamaðurinn mætti ekki sitja í stjórn eða vera framkvæmdastjóri hlutafélags næstu þrjú árin. Hinn 10. júní sl. var annar maður, Ingvi Hrafn Jónsson, eigandi sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, sakfelldur fyrir alvarleg skattalaga- og hegningarlagabrot og dæmdur í 3 mánaða fangelsi skilorðsbundið og að auki til að greiða 8 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs og skyldi 4 mánaða fangelsi koma í stað sektarinnar yrði hún ekki greidd. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Þrátt fyrir þennan dóm yfir eiganda sjónvarpsstöðvarinnar er vandlætingarmeistarinn Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra til margra ára, fastur þáttastjórnandi á þessari gagnmerku sjónvarpsstöð. Nýjasti viðmælandi hans í stúdíói stöðvarinnar var annar ekki síðri siðapostuli, Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ýmislegt fleira. Ekki var annað að sjá en að báðir kynnu vel við sig í húsakynnum brotamannsins. Þess vegna kom mér í hug það brot úr alkunnum dægurlagstexta meistara Megasar sem er fyrirsögn greinarkorns þessa.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar