Gefa skýrslu um fundinn fræga 7. febrúar nái Landsdómsmál fram að ganga Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. febrúar 2012 19:13 Verði ákæra á hendur Geir H. Haarde ekki felld niður fær þjóðin í fyrsta sinn frásögn fyrir dómi um hvaða upplýsingum bankastjórn Seðlabankans kom á framfæri við þrjá ráðherra í ríkisstjórninni um alvarlega stöðu íslensku bankanna sjöunda febrúar 2008. Fimmtíu og sex eru á vitnalista ákæruvaldsins í málinu en þar má finna ráðherra, bankastjóra og embættismenn. Næsti fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður 14. febrúar næstkomandi þar sem nefndin mun áfram fjalla um tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákærunnar í Landsdómsmálinu. Fari svo að tillagan gangi til atkvæða í þinginu og verði felld mun aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefjast hér í Þjóðmenningarhúsi hinn 5. mars næstkomandi. Og er búist við því að hún taki ekki mikið meira en tvær vikur. Geir krefst aðallega sýknu í greinargerð sinni þar sem refsiheimildir sem hún byggir á séu svo matskenndar og óljósar að þær brjóti gegn meginreglu 69. gr. stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda. Í þessu mun reyna á að að sakborningurinn, í þessu tilviki Geir, hafi mátt gera sér grein fyrir að í lögum væri mælt fyrir um að hið meinta aðgerðaleysi hans sem forsætisráðherra hafi verið refsivert. Það ákvæði sem Geir er ákærður fyrir í 10. gr. laga um ráðherraábyrgð hafa oft verið nefnd ráðsmennskubrot. Er talið að það eigi við þegar ráðherra hefur brotið gegn viðmiðum um hvernig góðum og gegnum embættismanni í hans stöðu beri að bregðast við aðsteðjandi hættu. Vitnalisti ákæruvaldsins í Landsdómsmálinu er langur en þar eru m.a Davíð Oddsson, og meðráðherrar Geirs úr ríkisstjórninni. Eitt af því sem tekist verður á fyrir dómi og hefur þýðingu fyrir sönnunarfærslu á meintu saknæmu aðgerðaleysi Geirs eru upplýsingar sem komu fram á fundi hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna Mathiesen á fundi með bankastjórn Seðlabankans hinn 7. febrúar 2008. Um þennan fund segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: „Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra áttu fund með bankastjórn Seðlabanka Íslands 7. febrúar 2008. Á fundinum dró formaður bankastjórnar Seðlabankans upp mjög dökka mynd af stöðu og framtíðarhorfum íslensku bankanna. Upplýsingarnar bentu til yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnhagslíf." Meðal þess sem Geir er ákærður fyrir er að hafa ekkert aðhafst eftir þennan fund til að draga úr tjóni fyrir íslenskt samfélag. En í ákæruskjalinu segir: „Forsætisráðherra átti ekki frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið." Rétt er að halda því til haga að í andmælabréfi lýsti Ingibjörg Sólrún fundinum svona, en hún mun hafa ritað þetta hjá sér í dagbók eftir fundinn: „Engar tillögur eða ábendingar komu fram um það sem ríkisstjórnin ætti að gera í málefnum bankanna. Fundurinn einkenndist af því að þetta var eins manns útaustur." Þarna var utanríkisráðherra að vitna til framgöngu Davíðs Oddssonar á fundinum, en þessar upplýsingar koma fram í andmælabréfi Ingibjargar Sólrúnar til rannsóknarnefndarinnar í 21. kafla skýrslunnar. Gangi málið eftir eftir verða skýrslutökur yfir öllum sem sátu þennan fund, þar sem þau munu þurfa að útskýra nákvæmlega hvaða upplýsingar komu fram þarna, 7 mánuðum fyrir fall viðskiptabankanna, fyrir framan dómara Landsdóms og íslensku þjóðina. thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Verði ákæra á hendur Geir H. Haarde ekki felld niður fær þjóðin í fyrsta sinn frásögn fyrir dómi um hvaða upplýsingum bankastjórn Seðlabankans kom á framfæri við þrjá ráðherra í ríkisstjórninni um alvarlega stöðu íslensku bankanna sjöunda febrúar 2008. Fimmtíu og sex eru á vitnalista ákæruvaldsins í málinu en þar má finna ráðherra, bankastjóra og embættismenn. Næsti fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður 14. febrúar næstkomandi þar sem nefndin mun áfram fjalla um tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákærunnar í Landsdómsmálinu. Fari svo að tillagan gangi til atkvæða í þinginu og verði felld mun aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefjast hér í Þjóðmenningarhúsi hinn 5. mars næstkomandi. Og er búist við því að hún taki ekki mikið meira en tvær vikur. Geir krefst aðallega sýknu í greinargerð sinni þar sem refsiheimildir sem hún byggir á séu svo matskenndar og óljósar að þær brjóti gegn meginreglu 69. gr. stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda. Í þessu mun reyna á að að sakborningurinn, í þessu tilviki Geir, hafi mátt gera sér grein fyrir að í lögum væri mælt fyrir um að hið meinta aðgerðaleysi hans sem forsætisráðherra hafi verið refsivert. Það ákvæði sem Geir er ákærður fyrir í 10. gr. laga um ráðherraábyrgð hafa oft verið nefnd ráðsmennskubrot. Er talið að það eigi við þegar ráðherra hefur brotið gegn viðmiðum um hvernig góðum og gegnum embættismanni í hans stöðu beri að bregðast við aðsteðjandi hættu. Vitnalisti ákæruvaldsins í Landsdómsmálinu er langur en þar eru m.a Davíð Oddsson, og meðráðherrar Geirs úr ríkisstjórninni. Eitt af því sem tekist verður á fyrir dómi og hefur þýðingu fyrir sönnunarfærslu á meintu saknæmu aðgerðaleysi Geirs eru upplýsingar sem komu fram á fundi hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna Mathiesen á fundi með bankastjórn Seðlabankans hinn 7. febrúar 2008. Um þennan fund segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: „Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra áttu fund með bankastjórn Seðlabanka Íslands 7. febrúar 2008. Á fundinum dró formaður bankastjórnar Seðlabankans upp mjög dökka mynd af stöðu og framtíðarhorfum íslensku bankanna. Upplýsingarnar bentu til yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnhagslíf." Meðal þess sem Geir er ákærður fyrir er að hafa ekkert aðhafst eftir þennan fund til að draga úr tjóni fyrir íslenskt samfélag. En í ákæruskjalinu segir: „Forsætisráðherra átti ekki frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið." Rétt er að halda því til haga að í andmælabréfi lýsti Ingibjörg Sólrún fundinum svona, en hún mun hafa ritað þetta hjá sér í dagbók eftir fundinn: „Engar tillögur eða ábendingar komu fram um það sem ríkisstjórnin ætti að gera í málefnum bankanna. Fundurinn einkenndist af því að þetta var eins manns útaustur." Þarna var utanríkisráðherra að vitna til framgöngu Davíðs Oddssonar á fundinum, en þessar upplýsingar koma fram í andmælabréfi Ingibjargar Sólrúnar til rannsóknarnefndarinnar í 21. kafla skýrslunnar. Gangi málið eftir eftir verða skýrslutökur yfir öllum sem sátu þennan fund, þar sem þau munu þurfa að útskýra nákvæmlega hvaða upplýsingar komu fram þarna, 7 mánuðum fyrir fall viðskiptabankanna, fyrir framan dómara Landsdóms og íslensku þjóðina. thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira