Þrjú Íslandsmet féllu í dag | Eygló komin með þrjár ÓL-greinar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 19:31 Eygló Ósk hefur farið á kostum í Laugardalslauginni. Mynd/Vilhelm Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Sund Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug en hún tryggði sér þátttökurétt í sinni þriðju grein á Ólympíuleikunum í dag. Alls voru þrjú Íslandsmet sett í dag. Eygló Ósk setti met í 100 m baksundi þegar hún syndi á 1:02,33 mínútum og bætti þar með gamla metið sitt um 0,4 sekúndur. Hún átti einnig þátt í Íslandsmeti í 4x100 m skriðsundi sem sundsveit Ægis bætti í dag. Sveitin synti á 3:51,64 en tími Eyglóar - 57,70 sekúndur - var nóg til að bæta stúlknamet í greininni en Eygló er aðeins sautján ára gömul. Með henni í sveit Ægis var systir hennar, Jóhanna Gerða, og þær Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sarah Blake bætti einnig Íslandsmetið í 100 m flugsundi er hún synti á 59,93 sekúndum. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir einni mínútu í greininni. Árangurinn dugði henni til að ná OST-lágmarki (Olympic Selection Time) sem má líkja við gömlu B-lágmörkin. Áður fyrr dugði B-lágmark til að tryggja sig á Ólympíuleika en þeir sundmenn sem ná ekki OQT (Olympic Qualifying Time) í minnst einni grein fá ekki sjálfkrafa þátttökurétt á leikunum í Lundúnum. Þeir þurfa að bíða þar til í sumar til að sjá hvort þeim verði úthlutað sæti í Ólympíusveit Íslands. Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér hins vegar í gær þátttökurétt á leikunum þegar hún náði OQT-lágmarki í 200 m baksundi. Hún var áður búin að ná OST lágmarki í 200 m fjórsundi og í dag gerði hún slíkt hið sama í 100 m baksundi. Þar sem hún er búin að ná OQT-lágmarki (sem má líkja við gamlu A-lágmarkið) dugir OST-lágmörk til að tryggja henni þátttökurétt í öðrum greinum. Hún mun því keppa í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Eygló keppir einnig í 50 m baksundi á morgun en það er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
Sund Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira