Rof á trúnaðarsambandi Erla Hlynsdóttir skrifar 16. maí 2012 19:00 Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að lögmaðurinn þurfi að afhenda skattrannsóknastjóra gögnin. Málið kom upp í framhaldi af svonefndu PIP-máli þegar grunur kom upp um skattsvik Jens og rannsókn hófst. Eftir að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður, neitaði að afhenda gögnin fór skattrannsóknastjóri með kröfuna fyrir héraðsdóm. „Sem lögmaður hefði ég auðvitað viljað sjá þetta fara á hinn veginn," segir Saga. „Ég lít svo á að þagnarskylda lögmanna sé mjög rík og að þetta trúnaðarsamband sé mikilvægt. Það er ekki þægilegt að vita til þess að opinberar stofnanir eins og skattrannsóknarstjóri geti krafist gagna hjá okkur." Þá segir Saga að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í rauninni bara rökstutt með því að þeir séu að gæta meðalhófs, að þetta sé hluti af þeirra starfi og að þeir séu að gæta almannahagsmuna með þvi að skattrannsóknarstjóri nái að sinna skyldum sínum," segir Saga en hún hefur ekki enn rætt við umbjóðendur sína um úrskurðinn. „Mér finnst í rauninni rétt að fá endanlega niðurstöðu áður en ég fer aðræða þetta af einhverju ráði við umbjóðendur mína." Þá segir að Saga að hún viti ekki til þess að sambærileg mál hafi komið upp hér á landi. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að lögmaðurinn þurfi að afhenda skattrannsóknastjóra gögnin. Málið kom upp í framhaldi af svonefndu PIP-máli þegar grunur kom upp um skattsvik Jens og rannsókn hófst. Eftir að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður, neitaði að afhenda gögnin fór skattrannsóknastjóri með kröfuna fyrir héraðsdóm. „Sem lögmaður hefði ég auðvitað viljað sjá þetta fara á hinn veginn," segir Saga. „Ég lít svo á að þagnarskylda lögmanna sé mjög rík og að þetta trúnaðarsamband sé mikilvægt. Það er ekki þægilegt að vita til þess að opinberar stofnanir eins og skattrannsóknarstjóri geti krafist gagna hjá okkur." Þá segir Saga að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í rauninni bara rökstutt með því að þeir séu að gæta meðalhófs, að þetta sé hluti af þeirra starfi og að þeir séu að gæta almannahagsmuna með þvi að skattrannsóknarstjóri nái að sinna skyldum sínum," segir Saga en hún hefur ekki enn rætt við umbjóðendur sína um úrskurðinn. „Mér finnst í rauninni rétt að fá endanlega niðurstöðu áður en ég fer aðræða þetta af einhverju ráði við umbjóðendur mína." Þá segir að Saga að hún viti ekki til þess að sambærileg mál hafi komið upp hér á landi.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira