NBA: Miami Heat jafnar einvígið gegn Indiana | James og Wade fóru á kostum Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2012 23:00 Lebron James var magnaður í kvöld. Mynd. / Getty Images Lebron James og Dwyane Wade hafa fengið á sig töluverða gagnrýni að undanförnu og þá sérstaklega sá síðarnefndi. Í kvöld voru þeir báðir heldur betur mættir til leiks og fóru fyrir sínum mönnum í Miami Heat þegar liðið bar sigur úr býtum, 101-93, gegn Indiana Pacers í fjórða leik liðanna í undan úrslitum Austurdeildarinnar. Staðan er því 2-2 í einvíginu. Indiana Pacers byrjaði frábærlega í leiknum og komust í 9-0. Það gekk ekkert upp hjá Miami og þá sérstaklega hjá Dwyane Wade en hann missti boltann hvað eftir annað frá sér. Wade átti líklega sinn versta leik á ferlinum í síðasta leik gegn Pacers og þetta leit illa út til að byrja með hjá Heat. Hægt og rólega komust gestirnir frá Miami í takt við leikinn og staðan var 54-46 fyrir Pacers í hálfleik. Þegar komið var fram í síðari hálfleikinn voru Wade og Lebron James heldur betur komnir í gang og fóru á kostum. Fljótlega voru Heat komnir yfir 63-61 og tóku þá völdin á vellinum næstu mínútur. Indiana Pacers var aldrei langt frá Heat og leikurinn alltaf galopinn. Þegar upp var staðið voru það Lebron James og Dwyane Wade sem kláruðu leikinn og stóðu uppi sem sigurvegarar en leiknum lauk með sigri Miami Heat 101-93. Staðan er því 2-2 í einvígi liðanna og næsti leikur fer fram í Miami. Lebron James skoraði 40 stig í leiknum, tók 18 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hreint út sagt magnaður leikur hjá James. Wade var einnig frábær en hann gerði 30 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. NBA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Lebron James og Dwyane Wade hafa fengið á sig töluverða gagnrýni að undanförnu og þá sérstaklega sá síðarnefndi. Í kvöld voru þeir báðir heldur betur mættir til leiks og fóru fyrir sínum mönnum í Miami Heat þegar liðið bar sigur úr býtum, 101-93, gegn Indiana Pacers í fjórða leik liðanna í undan úrslitum Austurdeildarinnar. Staðan er því 2-2 í einvíginu. Indiana Pacers byrjaði frábærlega í leiknum og komust í 9-0. Það gekk ekkert upp hjá Miami og þá sérstaklega hjá Dwyane Wade en hann missti boltann hvað eftir annað frá sér. Wade átti líklega sinn versta leik á ferlinum í síðasta leik gegn Pacers og þetta leit illa út til að byrja með hjá Heat. Hægt og rólega komust gestirnir frá Miami í takt við leikinn og staðan var 54-46 fyrir Pacers í hálfleik. Þegar komið var fram í síðari hálfleikinn voru Wade og Lebron James heldur betur komnir í gang og fóru á kostum. Fljótlega voru Heat komnir yfir 63-61 og tóku þá völdin á vellinum næstu mínútur. Indiana Pacers var aldrei langt frá Heat og leikurinn alltaf galopinn. Þegar upp var staðið voru það Lebron James og Dwyane Wade sem kláruðu leikinn og stóðu uppi sem sigurvegarar en leiknum lauk með sigri Miami Heat 101-93. Staðan er því 2-2 í einvígi liðanna og næsti leikur fer fram í Miami. Lebron James skoraði 40 stig í leiknum, tók 18 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hreint út sagt magnaður leikur hjá James. Wade var einnig frábær en hann gerði 30 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira