Eyjafjallajökull? - Google skilur nú íslensku 29. ágúst 2012 13:36 Google skilur nú Íslenskuna. mynd/AFP Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika. „Fólk þarf náttúrulega ekki lengur að nota lyklaborð," segir Trausti. „Þá er þetta þægilegt fyrir sjónlausa og blinda. En markmiðið er að gera tæknina þægilegri, til dæmis er hægt að nota raddgreininguna í bílnum, til að senda smáskilaboð eða stilla verkjaraklukkuna." Verkefnið er kallað Almannarómur. Þar var safnað rúmlega 123 þúsund íslenskum raddsýnum frá 563 einstaklingum. „Það er heilmikið mál að búa til ný tungumál fyrir raddleitina," segir Trausti „Það þarf ekki aðeins að taka málhljóð og breyta þeim í texta, heldur þarf einnig útbúa sérstök hljóðlíkön. Það þarf hundruð þúsunda setninga til að setja slíkt líkan saman."Trausti Kristjánssonmynd/Trausti Kristjánsson/Google+Fyrir þremur árum kynnti Google raddleit í fyrsta sinn. Upphaflega var hún aðeins í BlackBerry snjallsímunum en seinna meir gátu notendur nýtt sér þjónustuna í iPhone snjallsímum Apple og sem og Android. Stuttu eftir það var ákveðið að bæta við fleiri tungumálum - eitt af þeim var íslenskan. „Google er með lista yfir tungumál sem samsvara 98 prósent af mannkyninu," segir Trausti. „Þetta eru 24 tungumál og íslenskan er ekki nálægt því að vera á þessum lista. Ég vildi náttúrulega fá íslenskuna." Sérstakur hugbúnaður var því þróaður sem menntastofnanir víða um heim geta nú notað til að skrá tungumál. Slíkur hugbúnaður var notaður hér á landi og var það Háskólinn í Reykvík sem stýrði verkefninu.Hægt er að nota tæknina í gegnum Android snjallsíma og iPhone sem og Chrome, netvafra Google. Áhugasamir geta síðan nálgast myndband þar sem Trausti sýnir hvernig nota skuli raddleitina hér.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira