Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. október 2012 19:16 Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. Einna helst eru það tólf fyrirtæki sem hafa látið að sér kveða í þróun tölvuleikja hér á landi. Frá árinu 2009 hefur heildarvelta þessara fyrirtækja aukist jafnt og þétt, frá tæplega sjö milljörðum í tæpa tíu milljarða á síðasta ári. Gert er ráð fyrir árlegum vexti tölvuleikjaiðnaðarins upp á 7,2 prósent. Þannig má gera ráð fyrir heildarveltu upp á tæpa tíu og hálfan milljarða í ár. Spjaldtölvan hefur sannarlega bylt tölvuleikjaiðnaðinum og einblínir nú stór hluti íslenskra leikjafyrirtækja á þessa nýjung. Umboðsaðili Apple hér á landi, Epli.is, áætlar að um tíu þúsund iPad spjaldtölvur hafi selst á Íslandi. Þá er gert ráð fyrir að leikjaspilun á spjaldtölvum og snjallsímum muni taka fram úr hefðbundnum borðtölvum á næsta ári. „Þetta er ungur iðnaður. Hann er ekki nema þrjátíu ára gamall. Og það eru átta ár síðan hann varð stærri en Hollywood. Hann er enn að vaxa, í tekjum, fjölda spilarar, í hvað stærð sem þú leggur niður," segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic. Á mánudaginn munu íslenskir tölvuleikjaframleiðendur síðan taka höndum saman við félaga sína á Norðurlöndum en samnorræn samtök leikjaframleiðenda verða þá stofnuð. Um 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum. Árleg velta þeirra er um 57 milljarðar íslenskra króna. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP er á meðal stærstu fyrirtækja hinum norræna markaði. Árstekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu átta milljörðum íslenskra króna. „Hvað varðar einstaklingana og hugvitið sem er að vera til, þá eru framtíðarhorfurnar bjartar svo er þetta meiraspurning um hvorg að viðgetum skapað þannig umhverfi að halda í fólk og skapa nýtt vinnuafl," segir Jónas. Tækni Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. Einna helst eru það tólf fyrirtæki sem hafa látið að sér kveða í þróun tölvuleikja hér á landi. Frá árinu 2009 hefur heildarvelta þessara fyrirtækja aukist jafnt og þétt, frá tæplega sjö milljörðum í tæpa tíu milljarða á síðasta ári. Gert er ráð fyrir árlegum vexti tölvuleikjaiðnaðarins upp á 7,2 prósent. Þannig má gera ráð fyrir heildarveltu upp á tæpa tíu og hálfan milljarða í ár. Spjaldtölvan hefur sannarlega bylt tölvuleikjaiðnaðinum og einblínir nú stór hluti íslenskra leikjafyrirtækja á þessa nýjung. Umboðsaðili Apple hér á landi, Epli.is, áætlar að um tíu þúsund iPad spjaldtölvur hafi selst á Íslandi. Þá er gert ráð fyrir að leikjaspilun á spjaldtölvum og snjallsímum muni taka fram úr hefðbundnum borðtölvum á næsta ári. „Þetta er ungur iðnaður. Hann er ekki nema þrjátíu ára gamall. Og það eru átta ár síðan hann varð stærri en Hollywood. Hann er enn að vaxa, í tekjum, fjölda spilarar, í hvað stærð sem þú leggur niður," segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic. Á mánudaginn munu íslenskir tölvuleikjaframleiðendur síðan taka höndum saman við félaga sína á Norðurlöndum en samnorræn samtök leikjaframleiðenda verða þá stofnuð. Um 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum. Árleg velta þeirra er um 57 milljarðar íslenskra króna. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP er á meðal stærstu fyrirtækja hinum norræna markaði. Árstekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu átta milljörðum íslenskra króna. „Hvað varðar einstaklingana og hugvitið sem er að vera til, þá eru framtíðarhorfurnar bjartar svo er þetta meiraspurning um hvorg að viðgetum skapað þannig umhverfi að halda í fólk og skapa nýtt vinnuafl," segir Jónas.
Tækni Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira