SAS flugfélagið bjargaðist fyrir horn í nótt 19. nóvember 2012 06:17 Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent