Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi 26. nóvember 2012 10:21 Frá handtöku Sverris í júní síðastliðnum. Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris. Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris.
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira