Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 19:19 Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira