Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Jovan Zdravevski hefur aðeins spilað í tæpar 62 mínútur í deildinni í vetur. Fréttablaðið/Valli Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn