Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms 25. febrúar 2012 07:00 Vínbúð Heimilt var að selja áfenga koffíndrykki til ársins 2009, þegar bann var lagt við sölu þeirra í vínbúðunum með nýrri reglugerð. Því banni vill áfengisheildsali fá hnekkt.Fréttablaðið/GVA Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00