Óljóst með makrílinn 24. mars 2012 14:00 á loðnu Góð afkoma útgerðanna mun skila auknum tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjald mun kosta grunnþjónustu eins og hafrannsóknir og fleira.fréttablaðið/óskar Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira