Ólafur Ragnar og Þóra með afgerandi forskot 13. apríl 2012 10:30 Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33
Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15