Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi 27. apríl 2012 00:30 Sakfelldur í Haag Íbúar í Síerra Leóne fylgdust með beinni útsendingu frá réttarhöldunum.nordicphotos/AFP Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira