Rassskellingar á að afnema með öllu 15. júní 2012 10:00 Þorlákur Helgason Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh
Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira