Frumvarp um vernd dýra endurskoðað 16. júní 2012 10:00 Virða ber rétt dýra Yfirvöld eiga að hafa ótvíræðar heimildir til að grípa til aðgerða gegn þeim sem brjóta á rétti dýra. Fréttablaðið/Vilhelm Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira