Grænt og blátt hagkerfi 20. júní 2012 07:00 Þjóðir heims reyna nú að komast að samkomulagi um umhverfismál í víðum skilningi í Ríó. Fjöldi mótmælenda kemur málstað sínum á framfæri. Hér dansa frumbyggjar fyrir framan Þróunarbanka Brasilíu til að mótmæla vatnsaflsvirkjunum. fréttablaðið/afp Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira