Frost semur tónlistina í Frost 22. ágúst 2012 19:00 Tónskáldið Ben Frost semur tónlistina í vísindatryllinum Frost sem frumsýndur er í byrjun september. mynd/bjarni grímsson "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
"Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira