Lögreglan rannsakaði of mikið SH skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Maðurinn sætti varðhaldi í tvo mánuði en fékk aðeins skilorðsbundinn dóm.fréttablaðið/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Sérsveit lögreglu réðst inn á heimili mannsins í Keflavík í lok febrúar eftir að tilkynningar höfðu borist um einkennilegt háttalag hans á Facebook. Þar hafði hann birt myndir af sér vopnuðum og látið í veðri vaka að íbúð hans væri tengd sprengju. Á heimili mannsins fundust hnífar, hlaðin kindabyssa, heimatilbúin rörasprengja og gaskútar sem hann hafði ýjað að að hann hygðist nota til sprengjugerðar. Maðurinn er dæmdur fyrir að eiga vopnin og að ógna lögreglumönnunum með hníf. Þó er tekið fram að hann hafi verið nývaknaður og dauðhræddur og komist í ákafa geðæsingu þegar lögreglumennirnir réðust inn, grímuklæddir og vopnaðir. Það skuli virða honum til refsilækkunar. Þá er hann dæmdur fyrir hylmingu, með því að eiga þjófstolna byssu. Verjandi mannsins sagði við aðalmeðferðina að lögregla hefði farið offari við rannsóknina og að hann hefði verið meðhöndlaður eins og fjöldamorðinginn Anders Breivik. Dómurinn er sammála þessu upp að vissu marki, og segir „augljóst […] að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en háttsemi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum. „Þessu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum ákærða sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir.“ Vegna þessa er hann aðeins dæmdur til að bera þriðjung sakarkostnaðarins. Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Sérsveit lögreglu réðst inn á heimili mannsins í Keflavík í lok febrúar eftir að tilkynningar höfðu borist um einkennilegt háttalag hans á Facebook. Þar hafði hann birt myndir af sér vopnuðum og látið í veðri vaka að íbúð hans væri tengd sprengju. Á heimili mannsins fundust hnífar, hlaðin kindabyssa, heimatilbúin rörasprengja og gaskútar sem hann hafði ýjað að að hann hygðist nota til sprengjugerðar. Maðurinn er dæmdur fyrir að eiga vopnin og að ógna lögreglumönnunum með hníf. Þó er tekið fram að hann hafi verið nývaknaður og dauðhræddur og komist í ákafa geðæsingu þegar lögreglumennirnir réðust inn, grímuklæddir og vopnaðir. Það skuli virða honum til refsilækkunar. Þá er hann dæmdur fyrir hylmingu, með því að eiga þjófstolna byssu. Verjandi mannsins sagði við aðalmeðferðina að lögregla hefði farið offari við rannsóknina og að hann hefði verið meðhöndlaður eins og fjöldamorðinginn Anders Breivik. Dómurinn er sammála þessu upp að vissu marki, og segir „augljóst […] að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en háttsemi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum. „Þessu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum ákærða sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir.“ Vegna þessa er hann aðeins dæmdur til að bera þriðjung sakarkostnaðarins.
Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira