Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát 6. desember 2012 07:00 Grunur leikur á að andlát sjúklings í október megi rekja til vanrækslu eða mistaka starfsmanns á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/E.Ól. Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is
Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira