Spá hnignun hjá Apple Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2013 10:37 Nordicphotos/AFP Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira