Nýju framboðin ræddu mögulegt samstarf 1. apríl 2013 12:19 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Dögunar Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö. Kosningar 2013 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö.
Kosningar 2013 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira