Finnst afsökunarbeiðnin ekki sannfærandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. apríl 2013 19:59 Hildi fannst afsökunarbeiðnin ósannfærandi, en segir að batnandi mönnum sé best að lifa. Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“ Kosningar 2013 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“
Kosningar 2013 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira