Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Ingveldur Geirsdóttir skrifar 5. maí 2013 20:02 Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira