Pink kona ársins 17. september 2013 10:15 Bandaríska söngkonan Pink hefur verið valin kona ársins að mati Billboard-tímaritsins. Nýjasta plata hennar, The Truth About Love komst í fyrsta sæti Billboard-listans á árinu. Pink sagði í yfirlýsingu að árið hjá henni hefði verið ótrúlegt og sagðist vera virkilega þakklát aðdáendum sínum og einnig öllu því hæfileikaríka fólki sem hún vann með á árinu. Pink sem er 34 ára gömul skaust upp á stjörnuhimininn árið 2000. Smáskífulögin af nýjustu plötu hennar, Blow Me (One Last Kiss), Try, og Just Give Me a Reason komust öll í toppsæti Billboard-listans á árinu. Pink heitir réttu nafni Alecia Moore og hefur selt meira en 40 milljónir platna á ferlinum og yfir 20 milljónir laga á rafrænu formi. Samkvæmt ritstjóra Billboard-tímaritsins gáfu sölutölur, sem gefnar voru út á miðju árinu til kynna að Pink hafði selt flestar plötur á því tímabili. Söngkonan mun fá viðurkenningu á árlegu Billboard-hátíðinni sem haldin verður í New York í desember. Katy Perry fékk viðurkenninguna í fyrra en áður höfðu Beyonce og Taylor Swift einnig hlotið viðurkenninguna. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríska söngkonan Pink hefur verið valin kona ársins að mati Billboard-tímaritsins. Nýjasta plata hennar, The Truth About Love komst í fyrsta sæti Billboard-listans á árinu. Pink sagði í yfirlýsingu að árið hjá henni hefði verið ótrúlegt og sagðist vera virkilega þakklát aðdáendum sínum og einnig öllu því hæfileikaríka fólki sem hún vann með á árinu. Pink sem er 34 ára gömul skaust upp á stjörnuhimininn árið 2000. Smáskífulögin af nýjustu plötu hennar, Blow Me (One Last Kiss), Try, og Just Give Me a Reason komust öll í toppsæti Billboard-listans á árinu. Pink heitir réttu nafni Alecia Moore og hefur selt meira en 40 milljónir platna á ferlinum og yfir 20 milljónir laga á rafrænu formi. Samkvæmt ritstjóra Billboard-tímaritsins gáfu sölutölur, sem gefnar voru út á miðju árinu til kynna að Pink hafði selt flestar plötur á því tímabili. Söngkonan mun fá viðurkenningu á árlegu Billboard-hátíðinni sem haldin verður í New York í desember. Katy Perry fékk viðurkenninguna í fyrra en áður höfðu Beyonce og Taylor Swift einnig hlotið viðurkenninguna.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira