Ítalskur píanósnillingur spilar í Hörpu Hrund Þórsdóttir skrifar 10. september 2013 17:15 Tónleikarnir tilheyra tónleikaröð heimspíanista sem hóf göngu sína skömmu eftir opnun Hörpu vorið 2011 og mun Benedetto leika verk eftir Schumann og Brahms. „Schumann var mjög ungur þegar hann samdi þessa tónlist en Brahms mjög gamall. Schumann uppgötvaði hann og greiddi götuna fyrir feril hans. Það eru mjög sterk tengsl á milli þeirra tveggja, ekki bara í gegnum tónlistina heldur einnig líf þeirra,“ segir Benedetto. Hann vakti heimsathygli þegar hann hlaut bronsverðlaun í alþjóðlegu Van Cliburn píanókeppninni árið 1989 en síðan hefur hann unnið til fjölda verðlauna. Þá á hann sæti í dómnefndum margra virtra alþjóðlegra píanókeppna. Hann kann vel að meta Hörpuna. „Reyndar finnst mér hún mun betri en margar evrópskar tónleikahallir sem haldið er á lofti,“ segir hann. Tónlistarstjóri Hörpunnar segir Benedetto meðal þeirra píanóleikara sem oftast leika einleik með hljómsveitum um allan heim. „Það er mjög gaman að fá hann til landsins í fyrsta skipti. Við erum að byggja hérna upp tónleikaröð til framtíðar þar sem við ætlum að kynna bestu píanista heimsins,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri í Hörpu. „Þetta verða mjög fallegir og rómantískir tónleikar og ég lofa góðri stund.“ Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónleikarnir tilheyra tónleikaröð heimspíanista sem hóf göngu sína skömmu eftir opnun Hörpu vorið 2011 og mun Benedetto leika verk eftir Schumann og Brahms. „Schumann var mjög ungur þegar hann samdi þessa tónlist en Brahms mjög gamall. Schumann uppgötvaði hann og greiddi götuna fyrir feril hans. Það eru mjög sterk tengsl á milli þeirra tveggja, ekki bara í gegnum tónlistina heldur einnig líf þeirra,“ segir Benedetto. Hann vakti heimsathygli þegar hann hlaut bronsverðlaun í alþjóðlegu Van Cliburn píanókeppninni árið 1989 en síðan hefur hann unnið til fjölda verðlauna. Þá á hann sæti í dómnefndum margra virtra alþjóðlegra píanókeppna. Hann kann vel að meta Hörpuna. „Reyndar finnst mér hún mun betri en margar evrópskar tónleikahallir sem haldið er á lofti,“ segir hann. Tónlistarstjóri Hörpunnar segir Benedetto meðal þeirra píanóleikara sem oftast leika einleik með hljómsveitum um allan heim. „Það er mjög gaman að fá hann til landsins í fyrsta skipti. Við erum að byggja hérna upp tónleikaröð til framtíðar þar sem við ætlum að kynna bestu píanista heimsins,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri í Hörpu. „Þetta verða mjög fallegir og rómantískir tónleikar og ég lofa góðri stund.“
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira