Yfirborð sjávar gæti hækkað um metra á næstu 90 árum Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 12:07 Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum Mynd/Fréttablaðið Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira