Leikstjóri hommakláms sýnir á RIFF Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2013 12:39 Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Myndin Gamlingjagirnd (Gerontophilia) verður sýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni í kvöld en hún er nýjasta mynd kanadíska leikstjórans Bruce LaBruce. LaBruce er umdeildur kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur, leikstjóri, ljósmyndari og listamaður, starfandi í Toronto. LaBruce verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum úr sal að henni lokinni. „Það er algjör tilviljun að Bruce sé staddur á landinu nú strax á eftir Hátíð vonar,“ segir í tilkynningu frá RIFF þar sem segir að myndir hans séu „hómóerótískar í meira lagi og blandaðar ofbeldi og afbrigðilegheitum“. LaBruce hefur haft þann háttinn á að gera tvær útgáfur af myndum sínum, eina listræna og aðra sem telst til hommakláms. Meðal fyrri mynda LaBruce eru Skin Flick og The Raspberry Reich, og eftir að sú síðarnefnda var frumsýnd á Sundance-hátíðinni og kvikmyndahátíðinni í Berlín var hún sýnd á yfir 150 hátíðum. Gamlingjagirnd verður sýnd í listrænni útgáfu á RIFF og fjallar hún um óvenjulega drenginn Lake. Hann er ungur maður með gamla sál og hrífst af gömlum mönnum. Hann sér fegurð í aldri þeirra og veltir því stundum fyrir sér hvort árátta hans fyrir gömlum mönnum sé ónáttúruleg eða óheilbrigð - eða jafnvel kynferðisleg. Stuttu eftir að hann tekur að sér stjórnunarstarf á elliheimili leggur hann í langferðalag með einum vistmanna. Myndin er sýnd klukkan 21:30 í Háskólabíói. Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira