Fricke ánægður með Iceland Airwaves Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2013 14:55 Fricke er fastagestur á Iceland Airwaves. David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira