Jón Gnarr vill nýtt ríkisfang Kristján Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2013 11:35 Jón Gnarr er ósáttur við mannanfnanefnd. Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira