Fréttir um iPhone og Facebook áberandi árið 2013 Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. desember 2013 16:00 Hinar ýmsu viðskiptatengdar fréttir Vísis vöktu athygli á árinu. Í áramótauppgjöri Vísis sést glöggt að fréttir af viðskiptum snúast ekki bara um sviptingar í Kauphöllinni, þó það kunni að vera það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á málaflokkinn. Þegar farið er yfir viðskiptafréttir á Vísi árið 2013 kennir ýmissa grasa, enda eru viðfangsefnin af ólíkum toga. iPhone, Facebook og aðrar tækninýjungar voru til að mynda mjög áberandi með reglulegu millibili allt árið. Fréttir af þyngri málum líkt og Icesave, Al Thani-málinu og skuldaleiðréttingunni, vöktu vitanlega mikla athygli og snerist umræðan að miklu leyti um þau.Hér má sjá nokkrar viðskiptatengdar fréttir sem vöktu athygli á árinu:EVE spilari tapaði skipi sem var metið á meira en milljón Um miðjan júlí var fjallað um eiganda Super Carrier skipsins í tölvuleiknum EVE Online, sem er eitt sjaldgæfasta sinnar tegundar í leiknum. Fararskjótinn var metinn á átta til níu þúsund dollara, jafnvirði meira en einni milljón íslenskra króna. Vinur eigandans leiddi hann í gildru og tortímdi skipinu. Í fréttinni má sjá myndband af árásinni. Reiknaðu skuldaleiðréttinguna þína hér Í síðustu viku sagði Vísir frá því að hagfræðingurinn Þröstur Sveinbjörnsson hefði sett upp reiknivél sem reiknar niðurfærslu verðtryggðra lána samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar.Lýsir skæru ljósi ef hann kemst í snertingu við nauðgunarlyf Í byrjun maí birtist frétt um að sex nemendur við Háskólann í Reykjavík væru að vinna að þróun lítils kubbs úr plasti sem átti að lýsa skæru ljósi kæmist hann í snertingu við nauðgunarlyf. Yfir fimm þúsund lesendur voru ánægðir með fréttirnar af kubbnum. „Kubburinn er á stærð við ísmola og við höfum sett okkur í samband við fjölda skemmtistaða sem hafa lýst yfir áhuga. Kubbnum er svo skellt í drykkinn og lætur hann þig vita ef einhverju er laumað í glasið þitt,“ sagði Jón Ragnar Jónsson, einn nemendanna sem unnu að þróuninni, í samtali við Vísi síðasta vor.Ísland vann Icesave málið Fyrsta fréttin af niðurstöðu Icesave-málsins vakti, eins og gefur að skilja, mikla athygli. Hátt í þrjúþúsund manns líkuðu við fréttina en dómur í málinu féll 28. janúar. Fréttin sú var aðeins fyrsta af mörgum og ítarlegum um niðurstöðu Icesave-málsins. Í gegnum Twitter síðu Vísis mátti fylgjast með viðbrögðum fólks um allan heim.Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur í Al-Thani málinu svokallaða var kveðinn upp 12. desember síðastliðinn. Ákærðu fengu þunga dóma. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var til að mynda dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi. Í dómsorði var meðal annars tekið fram að ákærðu ættu sér engar málsbætur. Þessi frétt var sú fyrsta um dóminn en Vísir fylgdi málinu eftir allan daginn.Ekki lengur popp og kók í Sambíóum Þau tíðindi að Sambíóin hygðust selja gosdrykki frá Ölgerðinni, og þar með hætta að selja kók, vöktu athygli. Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Sambíóin hófu samstarf 1. nóvember og Vísir fjallaði um málið samdægurs. Í fréttinni segir að samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækjunum sé um sögulegan atburð að ræða þar sem gos frá Ölgerðinni hafi ekki verið selt í Sambíóum í um 30 ár.Fréttin; Sóley biðst afsökunar: Varaði sig ekki á fölsku brosi vakti gríðarlega athygli. Spurningaleikurinn Quiz Up náði miklum vinsældum undir lok árs og um miðjan nóvember sagði Vísir frá að yfir milljón manns hefðu náð í leikinn á aðeins átta dögum.iPhone 5 hægvirkastur Það vakti mikla athygli í júní að iPhone 5 væri hægvirkastur snjallsíma á markaðnum. Þetta var niðurstaða neytendakönnunar bresku neytendasamtakanna Which?. Síminn hafnaði í sjöunda og síðasta sæti. Í fréttinni segir að aðdáendur Apple verði vafalaust fyrir vonbrigðum, en Samsung Galaxy S4 hafi mælst hraðasti snjallsíminn. Útgáfa nýs iPhone í haust vakti athygli og fréttir af nýju símunum voru mikið lesnar. Fréttin; Nýr iPhone eftir tvær vikur – hægt að skipta gamla símanum upp í nýjan vakti mikla eftirtekt, sem og fréttin iPhone 5c og 5s kynntir til leiks. Það þótti áhugavert þegar Facebook breytti ,Like‘ takkanum sem og fréttin um að Facebook ætlaði að rukka fyrir skilaboð. Fréttir ársins 2013 Tengdar fréttir Helstu pistlahöfundar eru konur - Topp tíu listi yfir vinsælustu greinarnar "Kjánar telja að það sem frægir höfundar skrifa sé aðdáunarvert. En fyrir mína parta; ég les aðeins sjálfum mér til ánægju og mér finnst aðeins það gott sem rímar við minn eigin smekk,“ segir í Birtingi Voltaires. 16. desember 2013 17:00 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Í áramótauppgjöri Vísis sést glöggt að fréttir af viðskiptum snúast ekki bara um sviptingar í Kauphöllinni, þó það kunni að vera það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á málaflokkinn. Þegar farið er yfir viðskiptafréttir á Vísi árið 2013 kennir ýmissa grasa, enda eru viðfangsefnin af ólíkum toga. iPhone, Facebook og aðrar tækninýjungar voru til að mynda mjög áberandi með reglulegu millibili allt árið. Fréttir af þyngri málum líkt og Icesave, Al Thani-málinu og skuldaleiðréttingunni, vöktu vitanlega mikla athygli og snerist umræðan að miklu leyti um þau.Hér má sjá nokkrar viðskiptatengdar fréttir sem vöktu athygli á árinu:EVE spilari tapaði skipi sem var metið á meira en milljón Um miðjan júlí var fjallað um eiganda Super Carrier skipsins í tölvuleiknum EVE Online, sem er eitt sjaldgæfasta sinnar tegundar í leiknum. Fararskjótinn var metinn á átta til níu þúsund dollara, jafnvirði meira en einni milljón íslenskra króna. Vinur eigandans leiddi hann í gildru og tortímdi skipinu. Í fréttinni má sjá myndband af árásinni. Reiknaðu skuldaleiðréttinguna þína hér Í síðustu viku sagði Vísir frá því að hagfræðingurinn Þröstur Sveinbjörnsson hefði sett upp reiknivél sem reiknar niðurfærslu verðtryggðra lána samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar.Lýsir skæru ljósi ef hann kemst í snertingu við nauðgunarlyf Í byrjun maí birtist frétt um að sex nemendur við Háskólann í Reykjavík væru að vinna að þróun lítils kubbs úr plasti sem átti að lýsa skæru ljósi kæmist hann í snertingu við nauðgunarlyf. Yfir fimm þúsund lesendur voru ánægðir með fréttirnar af kubbnum. „Kubburinn er á stærð við ísmola og við höfum sett okkur í samband við fjölda skemmtistaða sem hafa lýst yfir áhuga. Kubbnum er svo skellt í drykkinn og lætur hann þig vita ef einhverju er laumað í glasið þitt,“ sagði Jón Ragnar Jónsson, einn nemendanna sem unnu að þróuninni, í samtali við Vísi síðasta vor.Ísland vann Icesave málið Fyrsta fréttin af niðurstöðu Icesave-málsins vakti, eins og gefur að skilja, mikla athygli. Hátt í þrjúþúsund manns líkuðu við fréttina en dómur í málinu féll 28. janúar. Fréttin sú var aðeins fyrsta af mörgum og ítarlegum um niðurstöðu Icesave-málsins. Í gegnum Twitter síðu Vísis mátti fylgjast með viðbrögðum fólks um allan heim.Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur í Al-Thani málinu svokallaða var kveðinn upp 12. desember síðastliðinn. Ákærðu fengu þunga dóma. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var til að mynda dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi. Í dómsorði var meðal annars tekið fram að ákærðu ættu sér engar málsbætur. Þessi frétt var sú fyrsta um dóminn en Vísir fylgdi málinu eftir allan daginn.Ekki lengur popp og kók í Sambíóum Þau tíðindi að Sambíóin hygðust selja gosdrykki frá Ölgerðinni, og þar með hætta að selja kók, vöktu athygli. Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Sambíóin hófu samstarf 1. nóvember og Vísir fjallaði um málið samdægurs. Í fréttinni segir að samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækjunum sé um sögulegan atburð að ræða þar sem gos frá Ölgerðinni hafi ekki verið selt í Sambíóum í um 30 ár.Fréttin; Sóley biðst afsökunar: Varaði sig ekki á fölsku brosi vakti gríðarlega athygli. Spurningaleikurinn Quiz Up náði miklum vinsældum undir lok árs og um miðjan nóvember sagði Vísir frá að yfir milljón manns hefðu náð í leikinn á aðeins átta dögum.iPhone 5 hægvirkastur Það vakti mikla athygli í júní að iPhone 5 væri hægvirkastur snjallsíma á markaðnum. Þetta var niðurstaða neytendakönnunar bresku neytendasamtakanna Which?. Síminn hafnaði í sjöunda og síðasta sæti. Í fréttinni segir að aðdáendur Apple verði vafalaust fyrir vonbrigðum, en Samsung Galaxy S4 hafi mælst hraðasti snjallsíminn. Útgáfa nýs iPhone í haust vakti athygli og fréttir af nýju símunum voru mikið lesnar. Fréttin; Nýr iPhone eftir tvær vikur – hægt að skipta gamla símanum upp í nýjan vakti mikla eftirtekt, sem og fréttin iPhone 5c og 5s kynntir til leiks. Það þótti áhugavert þegar Facebook breytti ,Like‘ takkanum sem og fréttin um að Facebook ætlaði að rukka fyrir skilaboð.
Fréttir ársins 2013 Tengdar fréttir Helstu pistlahöfundar eru konur - Topp tíu listi yfir vinsælustu greinarnar "Kjánar telja að það sem frægir höfundar skrifa sé aðdáunarvert. En fyrir mína parta; ég les aðeins sjálfum mér til ánægju og mér finnst aðeins það gott sem rímar við minn eigin smekk,“ segir í Birtingi Voltaires. 16. desember 2013 17:00 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Helstu pistlahöfundar eru konur - Topp tíu listi yfir vinsælustu greinarnar "Kjánar telja að það sem frægir höfundar skrifa sé aðdáunarvert. En fyrir mína parta; ég les aðeins sjálfum mér til ánægju og mér finnst aðeins það gott sem rímar við minn eigin smekk,“ segir í Birtingi Voltaires. 16. desember 2013 17:00