Jón Ingi og Rannveig best í krullu á árinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 09:45 Ragnnveig og Jón Ingi með viðurkenningu sína norðan heiða. Mynd/Krullunefnd ÍSÍ Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir eru krullumaður og krullukona ársins 2013. Krullunefnd ÍSÍ velur karl og konu úr röðum krullufólks að undangenginni kosningu innan Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem er eina félagið þar sem krulla er á dagskrá sem keppnisgrein. Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði liðs Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar, varð efstur í kjöri krullufólks og er krullumaður ársins 2013. Jón Ingi hefur leitt lið Mammúta frá stofnun liðsins haustið 2005, í gegnum breytingar, til fjögurra Íslandsmeistaratitla og í keppni á tveimur Evrópumótum. Frá því að Jón Ingi leiddi lið Mammúta fyrst til Íslandsmeistaratitils 2008 hefur liðið alltaf orðið í einu af þremur efstu sætum Íslandsmótsins. Liðið varð Íslandsmeistari 2008, 2009, 2010 og 2012, hlaut silfur 2011 og brons 2013. Liðið tapaði síðast leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í apríl síðastliðnum, þannig að Íslandsmeistaratitilinn rann þeim úr greipum þetta árið, en síðan þá hefur liðið farið ósigrað í gegnum tvö mót og er nú Akureyrarmeistari í krullu auk þess að sigra í Gimli Cup krullumótinu nú í nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Ingi hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins, en áður var hann valinn 2005 og 2008. Rannveig Jóhannsdóttir hefur á örfáum árum frá því að hún hóf að spila krullu náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæm og traustur leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með undanfarin misseri og leiðir nú efnilegt lið Freyja, sem unnið hefur til silfur- og bronsverðlauna á þeim mótum sem lokið er það sem af er vetri. Rannveig er krullukona ársins 2013.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira