Hlutafjáraukning í Plain Vanilla upp á 22 milljónir dollara Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2013 16:00 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla á skrifstofum fyrirtækisins við Laugaveg. 365/valli Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“ Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“
Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57
Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent