Met um hverja helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir Mynd/ÓskarÓ Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Sjá meira