Hefur lengi dreymt um þennan samning Sara McMahon skrifar 13. apríl 2013 07:00 Söngkonan Dísa Jakobsdóttir hefur vakið athygli eftir að myndband við lag hennar, Sun, var frumsýnt á vefsíðunni Nowness.com. „Þessi jákvæðu viðbrögð hafa verið mjög ánægjuleg og komið skemmtilega á óvart. Lagið fjallar um sólina og ég sótti innblástur minn í bókina LoveStar, sem mér finnst alveg frábær,“ útskýrir Dísa og bætir hikandi við: „Ég vona að honum [Andra Snæ Magnasyni] sé sama að ég hafi notað söguna hans á þennan hátt.“ Söngkonan er nýkomin með samning við danska útgáfufyrirtækið Tigerspring sem er bæði með skrifstofur í Kaupmannahöfn og London. Dísa lýsir samstarfinu sem nánu og þægilegu og viðurkennir að hún hefði lengi látið sig dreyma um samning við fyrirtækið. „Þetta er enn glænýtt en lofar góðu. Uppáhalds dönsku hljómsveitirnar mínar eru með samning hjá þeim og ég hafði látið mig dreyma um að ganga til liðs við þá frá því ég flutti hingað,“ segir Dísa sem er búsett í Kaupmannahöfn ásamt dönskum sambýlismanni og tveimur börnum þeirra. Hún stundar nám í tónsmíðum við Rytmisk Musikkonservatorium og ber náminu vel söguna. „Námið er snilld. Ég á tvö ár eftir því ég tók mér barneignarfrí eftir fæðingu yngra barnsins. Ég nýtti fríið svo í að semja efni fyrir sólóplötu sem er „in the making“.“ Sambýlismaður Dísu er einnig tónlistarmaður og saman mynduðu þau dúettinn Song for Wendy sem hélt meðal annars tónleika hér á landi jólin 2011. Að sögn Dísu er dúettinn í orlofi og ætla þau þess í stað að einbeita sér að sólóverkefnum. „Þegar maður er með sameiginlegt heimili og tvö börn þá verður svolítið mikið að ætla líka að vinna saman. Við erum rosalega ólíkir tónlistarmenn og þó við vinnum ekki lengur saman þá fáum við góðar ráðleggingar og hjálp frá hvort öðru.“ Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngkonan Dísa Jakobsdóttir hefur vakið athygli eftir að myndband við lag hennar, Sun, var frumsýnt á vefsíðunni Nowness.com. „Þessi jákvæðu viðbrögð hafa verið mjög ánægjuleg og komið skemmtilega á óvart. Lagið fjallar um sólina og ég sótti innblástur minn í bókina LoveStar, sem mér finnst alveg frábær,“ útskýrir Dísa og bætir hikandi við: „Ég vona að honum [Andra Snæ Magnasyni] sé sama að ég hafi notað söguna hans á þennan hátt.“ Söngkonan er nýkomin með samning við danska útgáfufyrirtækið Tigerspring sem er bæði með skrifstofur í Kaupmannahöfn og London. Dísa lýsir samstarfinu sem nánu og þægilegu og viðurkennir að hún hefði lengi látið sig dreyma um samning við fyrirtækið. „Þetta er enn glænýtt en lofar góðu. Uppáhalds dönsku hljómsveitirnar mínar eru með samning hjá þeim og ég hafði látið mig dreyma um að ganga til liðs við þá frá því ég flutti hingað,“ segir Dísa sem er búsett í Kaupmannahöfn ásamt dönskum sambýlismanni og tveimur börnum þeirra. Hún stundar nám í tónsmíðum við Rytmisk Musikkonservatorium og ber náminu vel söguna. „Námið er snilld. Ég á tvö ár eftir því ég tók mér barneignarfrí eftir fæðingu yngra barnsins. Ég nýtti fríið svo í að semja efni fyrir sólóplötu sem er „in the making“.“ Sambýlismaður Dísu er einnig tónlistarmaður og saman mynduðu þau dúettinn Song for Wendy sem hélt meðal annars tónleika hér á landi jólin 2011. Að sögn Dísu er dúettinn í orlofi og ætla þau þess í stað að einbeita sér að sólóverkefnum. „Þegar maður er með sameiginlegt heimili og tvö börn þá verður svolítið mikið að ætla líka að vinna saman. Við erum rosalega ólíkir tónlistarmenn og þó við vinnum ekki lengur saman þá fáum við góðar ráðleggingar og hjálp frá hvort öðru.“
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira