Sáttmáli D- og B-lista yrði marklaust plagg Sunna Valgerðardóttir skrifar 23. apríl 2013 07:00 Skipst á skoðunum eftir fund. Brynjar Níelsson hefur miklar áhyggjur af mögulegu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en var með svör á reiðum höndum hvernig bæri að tækla það. Mynd/Stefán Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks lá ekki á skoðunum sínum varðandi mögulegt stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn á fundi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gestir spurðu frambjóðendur spjörunum úr og Fréttablaðið hlýddi á svörin. Brynjar Níelsson, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, segir samstarf við Framsóknarflokk valda honum verulegum áhyggjum ef af stjórnarmyndun verður. „Það þarf mikla samningatækni til að koma þessu saman. Það verður hugsanlega sett eitthvað mjög loðið í stjórnarsáttmálann um þetta, notað eitthvað af einhverju einhvern tímann, ef þar að kemur. Það verður bara marklaust plagg,“ sagði Brynjar við fundargest sem gaf sér að sjálfstæðismenn færu í ríkisstjórnarviðræður við Framsóknarflokkinn á sunnudag. Maðurinn hafði áhyggjur af því hvernig flokkurinn ætlaði að fara í samningagerð við Framsókn með „öllum þeim loforðum“ sem þeir síðarnefndu hafa haldið fram. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðja stjórnmálahreyfingin sem mætir til Reykjavíkurborgar til að kynna stefnumál sín. Samkvæmt fundargestum var um að ræða langfjölmennasta fundinn. „Við ætlum að vera hérna með áróður,“ sagði Teitur Björn Einarsson, sem skipar 6. sæti í Reykjavík suður, í léttum tón á meðan hann útbýtti bæklingum til fundargesta, ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar 11. sætið. Spurt var hvort ályktun landsfundar flokksins um lokun Evrópustofu stæði til. „Nei, nei, hvað er þetta. Það er algjörlega andstætt flokknum að vera að loka frjálsum samtökum,“ svaraði Brynjar. „Það var ýmislegt samþykkt á þessum landsfundi. Vandamálið er að þetta verður aldrei í raun.“ Spurður hvort það sé þá ekki allt satt sem komi fram á landsfundi svaraði hann: „Nei, það er ekki alltaf sannleikurinn. Þetta er klúður og menn eru alveg sammála um það.“ Meðal fleiri viðfangsefna fundarins með starfsmönnum Reykjavíkur var lækkun skatta, bág staða ríkissjóðs, verðmætasköpun, gjaldeyrishöft, snjóhengjan, kröfuhafar, verðbólga, lán, hagvöxtur, gengisfall og gjaldmiðlar. Heitar umræður sköpuðust að lokinni kynningunni, en Brynjar og Teitur rökræddu lengi um skuldamál og neysluskatta við konu sem talaði lengi og lá mikið á hjarta. Hún og Brynjar hækkuðu bæði róminn, en á meðan fór fólk að ókyrrast og tínast aftur til vinnu, enda klukkan orðin eitt.Hans Heiðar Tryggvason og Björn Ingvarsson.„Mér fannst athyglisvert að það sé ekki alltaf að marka það sem kemur fram á landsfundi,“ segir Björn Ingvarsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, um fund frambjóðendanna. „En það er bara eins og það er, öll kosningaloforð eru ekki marktæk. En ég fékk svör við mínum spurningum.“ Samstarfsmaður hans, Hans Heiðar Tryggvason, segir fundi sem þessa afar gagnlega, þótt hann sé búinn að ákveða hvað hann ætli að kjósa á laugardag. „Þetta er mjög gagnlegt samt sem áður, sérstaklega með ný framboð,“ segir hann. „Þá sér maður þingmenn sem koma fram í mínu kjördæmi og hvaða áherslur þeir eru að boða, því stefnuskrá flokkanna segir mjög lítið. Maður sér líka hvernig þeir bregðast við spurningum og öðru slíku og það skiptir máli.“ Kollegarnir eru sammála um að frambjóðendurnir hafi staðið sig vel í spurningaregninu og komið svörunum vel frá sér. Gústaf Ólafsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, er einnig ánægður með fundinn. Spurður hvernig honum fannst frambjóðendurnir svara spurningunum segir hann: „Bara svona eins og þeir gera, stjórnmálamennirnir.“ Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks lá ekki á skoðunum sínum varðandi mögulegt stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn á fundi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gestir spurðu frambjóðendur spjörunum úr og Fréttablaðið hlýddi á svörin. Brynjar Níelsson, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, segir samstarf við Framsóknarflokk valda honum verulegum áhyggjum ef af stjórnarmyndun verður. „Það þarf mikla samningatækni til að koma þessu saman. Það verður hugsanlega sett eitthvað mjög loðið í stjórnarsáttmálann um þetta, notað eitthvað af einhverju einhvern tímann, ef þar að kemur. Það verður bara marklaust plagg,“ sagði Brynjar við fundargest sem gaf sér að sjálfstæðismenn færu í ríkisstjórnarviðræður við Framsóknarflokkinn á sunnudag. Maðurinn hafði áhyggjur af því hvernig flokkurinn ætlaði að fara í samningagerð við Framsókn með „öllum þeim loforðum“ sem þeir síðarnefndu hafa haldið fram. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðja stjórnmálahreyfingin sem mætir til Reykjavíkurborgar til að kynna stefnumál sín. Samkvæmt fundargestum var um að ræða langfjölmennasta fundinn. „Við ætlum að vera hérna með áróður,“ sagði Teitur Björn Einarsson, sem skipar 6. sæti í Reykjavík suður, í léttum tón á meðan hann útbýtti bæklingum til fundargesta, ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar 11. sætið. Spurt var hvort ályktun landsfundar flokksins um lokun Evrópustofu stæði til. „Nei, nei, hvað er þetta. Það er algjörlega andstætt flokknum að vera að loka frjálsum samtökum,“ svaraði Brynjar. „Það var ýmislegt samþykkt á þessum landsfundi. Vandamálið er að þetta verður aldrei í raun.“ Spurður hvort það sé þá ekki allt satt sem komi fram á landsfundi svaraði hann: „Nei, það er ekki alltaf sannleikurinn. Þetta er klúður og menn eru alveg sammála um það.“ Meðal fleiri viðfangsefna fundarins með starfsmönnum Reykjavíkur var lækkun skatta, bág staða ríkissjóðs, verðmætasköpun, gjaldeyrishöft, snjóhengjan, kröfuhafar, verðbólga, lán, hagvöxtur, gengisfall og gjaldmiðlar. Heitar umræður sköpuðust að lokinni kynningunni, en Brynjar og Teitur rökræddu lengi um skuldamál og neysluskatta við konu sem talaði lengi og lá mikið á hjarta. Hún og Brynjar hækkuðu bæði róminn, en á meðan fór fólk að ókyrrast og tínast aftur til vinnu, enda klukkan orðin eitt.Hans Heiðar Tryggvason og Björn Ingvarsson.„Mér fannst athyglisvert að það sé ekki alltaf að marka það sem kemur fram á landsfundi,“ segir Björn Ingvarsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, um fund frambjóðendanna. „En það er bara eins og það er, öll kosningaloforð eru ekki marktæk. En ég fékk svör við mínum spurningum.“ Samstarfsmaður hans, Hans Heiðar Tryggvason, segir fundi sem þessa afar gagnlega, þótt hann sé búinn að ákveða hvað hann ætli að kjósa á laugardag. „Þetta er mjög gagnlegt samt sem áður, sérstaklega með ný framboð,“ segir hann. „Þá sér maður þingmenn sem koma fram í mínu kjördæmi og hvaða áherslur þeir eru að boða, því stefnuskrá flokkanna segir mjög lítið. Maður sér líka hvernig þeir bregðast við spurningum og öðru slíku og það skiptir máli.“ Kollegarnir eru sammála um að frambjóðendurnir hafi staðið sig vel í spurningaregninu og komið svörunum vel frá sér. Gústaf Ólafsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, er einnig ánægður með fundinn. Spurður hvernig honum fannst frambjóðendurnir svara spurningunum segir hann: „Bara svona eins og þeir gera, stjórnmálamennirnir.“
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?