Hjálmar starfa með Erlend Øye Freyr Bjarnason skrifar 2. maí 2013 09:00 Hjálmar og Erlend Øye í Hljóðrita í Hafnarfirði. Óvíst er hvenær platan kemur út. fréttablaðið/valli Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt. Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt.
Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira