Í bótamál við fimm manns vegna Stíms Stígur Helgason skrifar 11. maí 2013 07:00 Lárus Welding er einn þeirra þriggja sem tóku ákvörðun um lánveitinguna. Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn. Stím málið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn.
Stím málið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira